Erlent

Vargöld í Mexíkó: Þrjú höfuðlaus lík fundust í Acapulco

Mexíkanskir lögreglumenn á vettvangi glæps.
Mexíkanskir lögreglumenn á vettvangi glæps. MYND/AP

Mexíkanska lögreglan rannsakar nú morð á þremur mönnum í ferðamannaborginni Acapulco en líkin fundust í dag. Mennirnir höfðu greinilega verið pyntaðir og að lokum hálshöggnir.

Ekkert lát er á vargöldinni í landinu en tæplega 23 þúsund manns hafa látist í átökum fíkniefnahringja frá því að forseti landsins Felipe Calderon hóf nýja sókn í baráttunni við glæpaklíkurnar.

Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf í vikunni út viðvörun til þeirra sem ætla sér að ferðast til Mexíkó þar sem segir að hlutar landsins séu hættulegir fyrir ferðamenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×