Erlent

Unglingur stunginn til bana í London

Enn einn unglingurinn var stunginn til bana í Bretlandi í dag. Um var að ræða 16 ára gamlan dreng sem hlaut alvarlega áverka eftir eggvopn í almenningsgarði í suðurhluta London seinnipartinn í dag. Hann var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús. Lögregla handtók nokkra drengi á svipuðum aldri sem grunaðir eru um aðild að morðinu.

Undanfarin ár hafa fjölmörg bresk ungmenni látið lífið í átökum milli hópa.  Fyrir tveimur árum féllu um 30 ungmenni í hnífa- og skotárásum í London. Hin tíðu ungmennamorð í höfuðborginni leiddu til þess að lögregla hóf sérstakt átak gegn því að ungmenni gangi um vopnuð í borginni og eru nú hnífar teknar af þeim umsvifalaust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×