Erlent

Clegg fær umboð til áframhaldandi viðræðna

Nick Clegg.
Nick Clegg. MYND/AP

Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra, fundaði með forystu flokksins í dag og fékk umboð til áframhaldandi viðræðna. Fulltrúar flokkana funda á morgun en búist er við því að viðræður taki nokkra daga.

Breski íhaldsflokkurinn náði ekki að tryggja sér meirihluta í þingkosningunum á fimmtudag og Frjálslyndir demókratar því í oddaaðstöðu.

Gordon Brown, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur ekki gefið upp alla von og hefur lýst því yfir að hann sé tilbúinn til viðræðna við frjálynda nái þeir ekki að mynda ríkisstjórn með íhaldsmönnum.

Frjálslyndir leggja mikla áherslu á að breyta kosningakerfinu í Bretlandi til að draga úr atkvæðamisvægi en Íhaldsmenn hafa tekið illa í þá hugmynd. Frjálslyndir demókratar söfnuðust saman á götum Lúndúnar í dag til að ítreka þá skoðun sína að ekki verði fallið frá þessari kröfu.

Síðast var mynduð samsteypustjórn í Bretlandi árið 1974 en sú ríkisstjórn var aðeins við völd í átta mánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×