Erlent

Nýta síðustu klukkustundirnar

David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, í Bristol í suðvesturhluta Bretlands fyrr í kvöld.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, í Bristol í suðvesturhluta Bretlands fyrr í kvöld. Mynd/AP
Íhaldsflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta í bresku þingkosningunum sem fram fara á morgun ef eitthvað er að marka skoðanakannanir sem breskir fjölmiðlar birtu í kvöld. Líkt og í fyrri könnunum hafa íhaldsmenn enn nokkra forystu á Verkamannflokkinn og Frjálslynda demókrata en forskotið dugar flokknum ekki til að ná meirihluta þingmanna.

Bretar ganga að kjörborðinu á morgun og fara leiðtogar flokkanna og frambjóðendur þeirra nú um víðan völl og reyna að sannfæra kjósendur um ágæti sitt og flokka sinna.

Síðustu áratugi hafa Verkamannaflokkurinn og Íhaldsflokkurinn

skipst á að halda um stjórnartaumanna í Bretlandi. Verkamannaflokkurinn hefur haft meirihluta á breska þinginu í 13 ára en nú á flokkurinn á brattann að sækja. Íhaldsflokkurinn mælist með 35-37% fylgi í þeim skoðanakönnunum sem birtar voru í kvöld, Verkmannaflokkurinn með 27-29% og Frjálslyndir demókratar 26-29%.

Stjórnmálaskýrendur benda á að milljónir kjósenda eigi enn eftir að gera upp hug sinn. Þá hafi skoðanakannanir oft vanmetið fylgi íhaldsmanna og því séu úrslitin langt því frá ráðin. Margt geti breyst næsta sólarhringinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×