Erlent

Rannsaka framkvæmd kosninganna

Atkvæði talin í Sheffield. Mynd/AP
Atkvæði talin í Sheffield. Mynd/AP
Kjörsókn í bresku þingkosningum í dag var mikil og bárust kvartanir að kjörstaðir hafi ekki ráðið við fjöldann. Fjölmargir kjósendur gátu ekki greitt atkvæði þegar klukkan sló tíu að breskum tíma og kjörstöðum var lokað. Álagið veldur því að talning atkvæða tefst í einhverjum kjördæmum.

Framkvæmd kosninganna virðist hafa verið mismunandi eftir kjördæmi því á sumum stöðum voru kjörstaðir opnir í allt að hálftíma lengur vegna mikillar kjörsóknar. Landskjörstjórn hefur þegar tilkynnt að gerð verði ítarleg rannsókn á málinu. Talsmaður Íhaldsflokksins sagði að það væri afar sorglegt að fólki hafi verið meinað að kjósa og kallaði eftir því að framkvæmd kosninganna verði skoðuð í kjölinn.

Líkt og kom fram fyrr í kvöld er Íhaldsflokknum spáð 307 þingsætum en 326 sæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn fengi 255 sæti samkvæmt útgönguspánni, Frjálslyndir demókratar 59 þingsæti en aðrir fengju 29 þingsæti.

Í Bretlandi eru einmenningskjördæmi og sætafjöldi flokka á þingi því ekki í samræmi við fylgi flokkanna. Þurfi að mynda samsteypustjórn mun Gordon Brown sitja áfram sem forsætisráðherra þar til hún hefur verið mynduð.


Tengdar fréttir

Vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta

Íhaldsflokkinn vantar 19 þingmenn til að fá meirihluta á breska þinginu samkvæmt sameiginlegri útgönguspá sem BBC, ITV og Sky birtu þegar kjörstöðum var lokað í Bretlandi klukka níu að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×