Erlent

Cameron við Clegg; -við skulum stjórna Bretlandi

Óli Tynes skrifar
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins.
David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins.

David Cameron formaður breska Íhaldsflokksins segir að hann muni gera frjálslyndum demókrötum umfangsmikið og opið tilboð um stjórnarsamstarf.

Líklega er Cameron þar að ýja að því að hann sé reiðubúinn að láta demókrötum eftir ráðherraembætti umfram það sem úrslit kosninganna gefa tilefni til.

Gordon Brown hefur einnig reynt að freista demókrata. Í ávarpi sem hann flutti framan við Downing stræti í hádeginu minnti hann á að flokkarnir hefðu sömu áherslur í mörgum málum.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×