Erlent

Rússneskir sjóliðar bjarga olíuflutningaskipi

Rússnesku olíuflutningaskipi var bjargað í nótt úr höndum sjóræningja frá Sómalíu. Það voru sjóliðar af rússnesku herskipi sem réðust um borð í olíuflutningaskipið og náðu því úr höndum sjóræningjanna.

Í átökunum var einn Sómali drepinn og tíu handteknir. Reuters greinir frá þessu. Olíuflutningaskipinu var rænt undan ströndum Jemen á miðvikudag en olíufarmurinn um borð er 52 milljóna dollara virði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×