Erlent

Myrtu mann í sameiningu og komu líkinu fyrir ruslagámi

Mynd/AFP
Lögreglan í borginni Brandon í Flórída handtók í dag þrjá karlmenn sem grunaðir eru um að hafa myrt mann og kveikt í líkamsleifunum. Ekki hafa verið borinn kennsl á líkið.

Þremenningarnir, sem eru herbergisfélagar, hittu manninn í verslunarmiðstöð síðastliðinn mánudag. Hann fór með þeim heim til þeirra þar sem þeir neyttu allir eiturlyfja. Lögreglan telur að síðar um daginn hafi þeir stungið manninn til bana. Vísbendingar benda til þess að í kjölfarið hafi þeir vafið líkinu inn í dúkk, kveikt í því og komið líkamsleifunum að lokum fyrir í ruslagámi.

Herbergisfélagarnir eru allir á tvítugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×