Slógust um hvert atkvæði allt fram á síðasta dag 6. maí 2010 04:30 Leiðtogar þriggja stærstu flokkanna reyndu að fara sem víðast til að næla í kjósendur. Þarna er David Cameron að spjalla við íbúa bæjarins Hucknall.nordicphotos/afp Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa síðustu daga barist um fylgi óákveðinna kjósenda í þeirri von að sannfæra nógu marga. Hugsanlega gætu kraftaverkin gerst á síðustu stundu. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði flokk sinn berjast til sigurs með öllu sem til er að dreifa, en Gordon Brown forsætisráðherra sagði Verkamannaflokk sinn berjast um framtíð Bretlands. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði tækifæri flokksins nú vera komið og hvatti kjósendur til að treysta á eðlisávísun sína. Frjálslyndi flokkurinn hefur áratugum saman verið í aukahlutverki í breskum stjórnmálum, en óvæntur árangur Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðunum af þremur breyttu því. Íhaldsflokki David Camerons hafði lengi verið spáð sigri, en nú virðist nokkuð ljóst að Clegg kemst í lykilstöðu og geti valið sér samstarfsflokk. „Venjulega gerist það þannig að einhver sigrar og annar tapar, og þá segir sá sem tapar af sér í hádeginu og ráðleggur drottningunni að kalla á sinn fund þann sem sigraði,“ segir Peter Riddell, sérfræðingur hjá breskum hjálparsamtökum sem nefnast Institute for Government, og hafa það markmið að bæta stjórnmálalífið í Bretlandi. Ef enginn flokkur hlýtur meirihluta, eins og flest bendir til að verði, þá fær forsætisráðherra samkvæmt hefðinni tækifæri til að mynda nýja stjórn, jafnvel þótt flokkur hans fái færri þingmenn en einhver annar flokkur. Óvinsældir Browns eru hins vegar slíkar að óvíst er að hann fái annan flokk til þess að ganga til liðs við stjórnina. Gefist Brown upp á stjórnarmyndun gengur boltinn væntanlega til þess flokks, sem flest þingsæti hlýtur. Allt bendir til þess að það verði Íhaldsflokkurinn, þannig að þá kemur til kasta Davids Cameron að mynda stjórn. Greinilega myndu viðbrögð Nicks Clegg ráða ferðinni, en hann hefur hingað til forðast að gefa afgerandi svör um það hvort hann kjósi heldur að starfa með Brown eða Cameron. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands hafa síðustu daga barist um fylgi óákveðinna kjósenda í þeirri von að sannfæra nógu marga. Hugsanlega gætu kraftaverkin gerst á síðustu stundu. David Cameron, leiðtogi Íhaldsflokksins, sagði flokk sinn berjast til sigurs með öllu sem til er að dreifa, en Gordon Brown forsætisráðherra sagði Verkamannaflokk sinn berjast um framtíð Bretlands. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði tækifæri flokksins nú vera komið og hvatti kjósendur til að treysta á eðlisávísun sína. Frjálslyndi flokkurinn hefur áratugum saman verið í aukahlutverki í breskum stjórnmálum, en óvæntur árangur Cleggs í fyrstu sjónvarpskappræðunum af þremur breyttu því. Íhaldsflokki David Camerons hafði lengi verið spáð sigri, en nú virðist nokkuð ljóst að Clegg kemst í lykilstöðu og geti valið sér samstarfsflokk. „Venjulega gerist það þannig að einhver sigrar og annar tapar, og þá segir sá sem tapar af sér í hádeginu og ráðleggur drottningunni að kalla á sinn fund þann sem sigraði,“ segir Peter Riddell, sérfræðingur hjá breskum hjálparsamtökum sem nefnast Institute for Government, og hafa það markmið að bæta stjórnmálalífið í Bretlandi. Ef enginn flokkur hlýtur meirihluta, eins og flest bendir til að verði, þá fær forsætisráðherra samkvæmt hefðinni tækifæri til að mynda nýja stjórn, jafnvel þótt flokkur hans fái færri þingmenn en einhver annar flokkur. Óvinsældir Browns eru hins vegar slíkar að óvíst er að hann fái annan flokk til þess að ganga til liðs við stjórnina. Gefist Brown upp á stjórnarmyndun gengur boltinn væntanlega til þess flokks, sem flest þingsæti hlýtur. Allt bendir til þess að það verði Íhaldsflokkurinn, þannig að þá kemur til kasta Davids Cameron að mynda stjórn. Greinilega myndu viðbrögð Nicks Clegg ráða ferðinni, en hann hefur hingað til forðast að gefa afgerandi svör um það hvort hann kjósi heldur að starfa með Brown eða Cameron. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira