Erlent

Noriega framseldur til Frakklands í dag

Noriega hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjainnflutning og í janúar komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að stöðva framsal á honum til Frakklands eftir afplánun.
Noriega hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjainnflutning og í janúar komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að stöðva framsal á honum til Frakklands eftir afplánun.

Manuel Noriega, fyrrverandi einræðisherra í Panama, var í dag framseldur til Frakklands frá Bandaríkjunum. Noriega hefur setið í fangelsi í Bandaríkjunum fyrir eiturlyfjainnflutning og í janúar komst Hæstiréttur Bandaríkjanna að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að stöðva framsal á honum til Frakklands eftir afplánun.

Noriega hafið farið fram á að verða sendur aftur til síns heima en Frakkar vilja að mæti fyrir rétt vegna ákæru um peningaþvætti.

Noriega var hrakinn frá völdum í Panama eftir innrás Bandaríkjamanna árið 1989. Hann var sakfelldur fyrir eiturlyfjasölu og fangelsaður. Hann hefði átt að lúka afplánun árið 2007 en síðan þá hafa lögmenn hans reynt að koma í veg fyrir framsalið til Frakklands.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×