Erlent

Örninn flýgur

Óli Tynes skrifar
Erninum sleppt í Oklahoma.
Erninum sleppt í Oklahoma. Mynd/AP

Það er víðar en á Íslandi sem það þykir fréttnæmt þegar örnum er sleppt aftur út í náttúruna eftir að búið er að hjúkra þeim til heilsu.

Það er líka í Ameríku enda örninn þjóðarfugl þarlendra.

Örninn á meðfylgjandi mynd fannst sitjandi á trjágrein í Oklahoma ófær um að fljúga vegna meiðsla á væng.

Honum var komið til heilsu og svo sleppt á Jarðardeginum um síðustu helgi. Hann var frelsinu feginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×