Erlent

Lífsleiðir borða súkkulaði

Mynd/AFP

Þunglyndir og daprir einstaklingar borða mun meira súkkulaði en þeir sem eru eru lífglaðir. Þetta er niðurstaða sérfræðinga í Kaliforníuháskóla í San Diego en tæplega eitt þúsund fullorðnir einstaklingar tóku þátt í rannsókninni. Enginn þátttakandi hafði áður verið greindur með þunglyndi.

Sérfræðingar segja ljóst að þunglyndir og lífsleiðir innbyrði alla jafna meiri súkkulaði en hinir glöðu. Súkkulaði orsaki ekki depurð eða lífleiða. Sérfræðingarnir segja að niðurstaðan sýni að skoða verði ennfrekar samband súkkulaðineyslu og lundarfar manna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×