Erlent

Tvíburabróðir vill verða forseti Póllands

Óli Tynes skrifar
Jaroslaw Kaczynski.
Jaroslaw Kaczynski.

Jaroslaw Kaczynski hefur tilkynnt að hann hyggist bjóða sig fram í embætti forseta Póllands í stað tvíburabróður síns sem fórst í flugslysi í Rússlandi á dögunum.

Jaroslav er íhaldssamur stjórnmálamaður sem meðal annars hefur verið forsætisráðherra Póllands.

Í yfirlýsingu um framboð sitt segir Jaroslav meðal annars að velferð Póllands sé sameiginleg skylda sem sé æðri persónulegum missi og sorg.

Því hafi hann ákveðið að bjóða sig fram og njóti til þess stuðnings fjölskyldurnar. Forsetakosningar áttu að fara fram í desember.

Þeim var flýtt til 20. júní eftir að Lech Kaczynski fórst í Rússlandi ásamt eiginkonu sinni Marinu og 94 af æðstu yfirmönnum Póllands í her- og stjórnmálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×