Fleiri fréttir

Þrír féllu í átökum við Kúrda

Skotbardagi braust út í gær á götum Istanbúl milli lögreglu og herskárra Kúrda. Bardaginn stóð í klukkustund og að honum loknum lágu þrír í valnum. Einn hinna látnu var lögreglumaður, annar Kúrdi og sá þriðji saklaus vegfarandi. Auk þess særðust átta aðrir.

Aukinn viðbúnaðar vegna svínaflensu - komin til Bretlands

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, WHO, hefur aukið viðbúnað sinn vegna farsóttarhættu vegna svínaflensufaraldursins í Mexíkó. Viðbúnaðarstig hefur verið hækkað úr þriðja stigi í það fjórða en stigin eru alls sex. Faraldurinn hefur breiðst út og hefur nú fyrsta tilfellið verið greint í Bretlandi.

Ofsóttum borgarstjóra veitt hæli í Perú

Stjórnvöld í Perú hafa veitt stjórnarandstæðingnum og borgarstjóra Maracaibo-borgar í Venesúela, Manuel Rosales, pólitískt hæli. Hann á yfir höfði sér ákæru í heimalandinu sínu vegna meintrar spillingar. Sjálfur segist Rosales vera ofsóttur af Hugo Chavez, forseta landsins, og fylgismönnum hans. Jafnframt segir hann allar ásakanir um spillingu vera tilhæfulausar.

Átökin í Afganistan og Pakistan ógna stöðugleikanum

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, segir að átökin og óróleikinn í landamærahéruðum Afganistans og Pakistans ógna stöðugleikanum í Pakistan og heimshlutanum. Vesturlönd hafa síðustu misseri haft áhyggjur af auknum umsvifum Talibana við og í Pakistan.

Hvað er þessi svínaflensa?

Svínaflensa er smitandi öndunarsjúkdómur sem herjar yfirleitt á svín og orsakast af týpu af inflúensuveiru. Reglulega gengur um faraldur í svínum. Margar ólíkar gerðir eru til af sjúkdómnum og sú gerð sem núna gengur á milli er svokölluð H1N1 týpan.

Markaðsfræðiprófessor skaut þrennt til bana

Lögregla í Georgia í Bandaríkjunum leitar nú að tæplega sextugum prófessor í markaðsfræði við ríkisháskólann þar, George Zinkhan, en hann er grunaður um að hafa skotið eiginkonu sína til bana á laugardaginn auk tveggja annarra.

Farsíminn nánast líffæri hjá Bandaríkjamönnum

Þegar rætt var við rúmlega eitt þúsund Bandaríkjamenn og þeir beðnir um að gera grein fyrir því hvaða tækja og tóla þeir vildu síst vera án kenndi ýmissa grasa en forsvarsmenn Pew Research Center, sem gerði könnunina, eru sammála um það að farsíminn sé það tæki sem hafi dalað hvað minnst í vinsældum og náð að halda toppsætinu í svipuðum könnunum allar götur síðan 2006.

Rændi verslanir og náðist á flótta

Lögregla í Kaupmannahöfn hafði hendur í hári ræningja eftir töluverðan eltingarleik á föstudaginn en maðurinn forðaði sér á bíl eftir að hafa ógnað afgreiðslumanni í verslun með hníf.

Í dauðadái eftir skotárás á Bahama-eyjum

Breskur starfsmaður fjárfestingarfyrirtækis á Bahama-eyjum liggur í dauðadái eftir að óþekktur árásarmaður skaut hann í höfuðið fyrir utan vinnustað hans í síðustu viku.

Yfir 100 látnir úr svínaflensu í Mexíkó

Tala látinna úr svínaflensu í Mexíkó er komin upp í 103. Sóttvarnaryfirvöld hér á landi ákveða í dag hvernig brugðist verður við vá vegna flensunnar. Allir Íslendingar, sem nú eru staddir í Mexíkó, verða skoðaðir við heimkomuna en eftir því sem næst verður komist eru þeir allir við góða heilsu.

Boða vopnahlé

Uppreisnarmenn tamil-tígra, sem barist hafa við stjórnarher Srí Lanka í norðausturhluta landsins, lýstu einhliða yfir vopnahléi í gærdag.

Parið var orðið peningalaust

Börnin þrjú, sem þýskt par skildi eftir á veitingastað á Ítalíu fyrir viku, komu heim til Þýskalands á föstudaginn. Þau eru í umsjón móðurforeldra sinna og undir eftirliti þýskra barnaverndaryfirvalda.

Mikill áhugi erlendra fjölmiðla

Fjölmiðlar um allan heim hafa í morgun fjallað um úrslit Alþingiskosninganna í gær. Breska ríkisútvarpið BBC segir mið- og vinstriflokka hafa unnið afgerandi sigur í kosningunum í gær. Vitnað er í formann Sjálfstæðisflokksins sem segir að flokkurinn hafi tapað í þetta sinn en muni sigra síðar.

Fleiri greinast með svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti í gærkvöldi yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegn svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Svínaflensa veldur vá gegn almannaheilsu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin lýsti nú í kvöld yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna svínaflensu sem greinst hefur í Mexíkó og Bandaríkjunum.

Sóttvarnarlæknir í viðbragðsstöðu vegna svínaflensu

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin varaði í dag við mögulegum heimfaraldri svínaflensu. Sjúkdómurinn hefur dregið nærri sjötíu til dauða í Mexíkó síðan um miðjan mars. Sóttvarnarlæknir er í viðbragðsstöðu.

Blaðakona í mótmælasvelti

Íransk-bandaríska blaðakonan Roxana Saberi er í mótmælasvelti. Saberi var fyrr í mánuðinum dæmd í átta ára fangelsi í Íran fyrir njósnir fyrir Bandaríkin. Hún er fædd og uppalin í Bandaríkjunum.

Sjötíu manns hafa látist vegna svínaflensu í Mexíkó

Sérfræðingar Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar eru búnir undir að þurfa að einangra með hraði hluta Mexíkó og Bandaríkjanna þar sem ný tegund svínaflensu hefur greinst í fólki. Talið er að flensan hafi dregið nærri sjötíu manns til bana í Mexíkó.

Sómalskir sjóræningjar rændu þýsku skipi í morgun

Sómalskir sjóræningjar rændu í morgun þrjátíu og eitt þúsund tonnga flutningaskipi frá Þýskalandi. Að sögn siglingayfirvalda í Kenía hafa þær upplýsingar fengist að sautján manna áhöfn um borð hafi ekki sakað.

Skólum lokað vegna svínaflensu í Mexíkó

Heilbrigðisyfirvöld í Mexíkó og Bandaríkjunum leita nú að nýjum tilfellum af skæðri inflúensu sem hefur greinst í löndunum tveimur og hefur dregið minnst 20 til bana í Mexíkó.Óttast er að rekja megi nærri 50 dauðsföll til viðbótar einnig til sjúkdómsins.

Clinton í óvæntri heimsókn til Íraks

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í Írak í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til landsins frá því hún tók við embætti utanríkisráðherra. Clinton kemur til Íraks þegar uggur er í brjósti margra eftir blóðuga tvo síðustu sólahringa.

Afríska þjóðarráðið vann í fjórða skipti

Afríska þjóðarráðið, sem hefur ráðið lögum og lofum í stjórnmálum Suður-Afríku frá því aðskilnaðarstefnan féll, var við það að ná markmiði sínu um að halda 2/3 hluta meirihluta á þingi er bráðabirgðaúrslit þingkosninga voru birt í gær.

Laust úr haldi sjóræningja

Noregur Bjørn Vågeng, skipstjóri norska fraktskipsins Bow Asir sem var hertekið af sjóræningjum fyrir utan strönd Sómalíu fyrir mánuði, segist hafa átt gott samstarf við foringja sjóræningjanna. Þeir hafi leyft áhöfninni að halda áfram með daglega vinnu, að sögn Dagbladet.

Þúsundir borgara hafa látist

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíla undanfarna þrjá mánuði. Indverska stjórnin krefst þess að strax verði samið um vopnahlé.

Handsprengju varpað að fólki

Handsprengju var varpað að fimm ungmennum þar sem þau sátu fyrir utan veitingastað í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Einn fimmmenninganna, sem varð fyrir árásinni, missti hluta af kjálkanum en hin fjögur særðust minna. Sprengjan skildi eftir gíg í malarplaninu þar sem hún sprakk.

Sextíu manns lágu í valnum

Sjálfsvígsárásum hefur fjölgað töluvert í Írak síðustu vikur og mánuði. Í gær lágu sextíu manns í valnum eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp nánast á sama tíma við helgidóm sjía-múslima í Bagdad. Daginn áður höfðu tvær sjálfsvígsárásir, önnur í Bagdad og hin skammt fyrir norðan borgina, samtals kostað nærri 90 manns lífið.

Fyrir rétt í Norður-Kóreu

Tveir bandarískir blaðamenn, sem handteknir voru í Norður-Kóreu 17. mars, verða sóttir til saka fyrir afbrot, samkvæmt tilkynningu frá þarlendum stjórnvöldum.

Allt 6500 fallið að undanförnu í Srí Lanka

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíl tígra undanfarna þrjá mánuði í austurhluta landsins. Tugþúsundir hafa flúið átakasvæðið að undanförnu og fullyrðir stjórnarherinn að 108 þúsund manns hafi flúið undanfarna daga.

Sextán bjargað þegar togari sökk undan strönd Tromsö

Einn sjómaður drukknaði en sextán var bjargað þegar rússneskur togari sökk undan strönd Tromsö í Noregi í dag. Tveir sjómenn voru hífðir um borð í þyrlu úr sökkvandi skipinu en annar þeirra lést áður en hann komst undir læknishendur. Fimmtán var bjargað af fleka á reki.

140 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak

Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og hundrað tuttugu og fimm særst í tvöfaldri sjálfsvígssprengjuárás við mikilvægan helgidóm sjía múslima í Bagdad í Írak í morgun. Fjölmargir höfðu komið þar saman til bæna í morgun þegar árásirnar voru gerðar.

Til eru fræ sem fengu þennan dóm

Tíu manns eru í haldi lögreglunnar í Osaka í Japan, tveir fyrir að bjóða kannabisfræ til sölu á Netinu og átta fyrir að þiggja boðið og kaupa fræ af mönnunum.

Brjóstahaldari bjargaði mannslífi

Brjóstahaldarinn bjargaði 57 ára gamalli konu í Detroit sem kom að nokkrum innbrotsþjófum í miðjum klíðum. Mennirnir voru að brjótast inn hjá nágranna konunnar. Einn þeirra dró þegar upp skammbyssu þegar hann tók eftir að vitni var á staðnum og skaut að konunni.

Lifandi hákarl skilinn eftir á tröppum dagblaðs

Lögregla í Warrnambool í suðausturhluta Viktoríufylkis í Ástralíu klórar sér nú í höfðinu yfir því furðulega uppátæki óþekkts eða óþekktra aðila að skilja eftir lifandi hákarl við útidyr Standard-dagblaðsins þar í bænum í gærmorgun.

Málverk eftir Hitler seldust eins og heitar lummur

Málverk eftir Adolf Hitler seldist á uppboði í gær fyrir tæpar tvær milljónir króna. Um var að ræða vatnslitamynd eftir nasistaforingjann sem stjórnaði Þýskalandi með harðri hendi árin 1933 til 1945.

Skotinn 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu

Lögreglan í Sydney í Ástralíu birti á föstudaginn röntgenmynd af höfði kínversks innflytjanda sem skotinn var 34 sinnum í höfuðið með naglabyssu í fyrrahaust.

Fengu 1.400 milljarða vegna íslensku bankanna

Breska ríkið greiddi þegnum sínum, sem töpuðu inneign sinni í íslensku bönkunum, 7,4 milljarða punda, jafnvirði rúmlega 1.400 milljarða króna. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi bresku stjórnarinnar. Yfir 300.000 Bretar fengu greiðslu frá ríkinu eftir að íslensku bankarnir hrundu í október.

Parið fundið sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað

Ítalska lögreglan fann þýskt par sem skildi þrjú börn eftir á pizzastað um síðustu helgi. Lögreglumenn fundu þau Inu Caterinu Remhof, móður barnanna, og kærasta hennar Sascha Schmidt í útjarði borgarinnar Aosta. Ina 26 ára og Sascha er 24 ára. Þau eru nú yfirheyrð af lögreglu.

Neyðarástandi aflétt í Bangkok

Neyðarástandi hefur verið aflétt í Bangkok höfuðborg Tælands og á nærliggjandi svæðum eftir mótmælaöldu andstæðinga forsætisráðherrans. Hermenn tóku sér stöðu á götum úti eftir að Abhisit Vejjajiva, forsætisráðherra, lýsti yfir neyðarástandi 12. apríl.

Keyrði á löggubíl á 110 kílómetra hraða

Bandarískur lögregluþjónn slapp naumlega þegar eftirlýstur afbrotamaður keyrði á hundrað og tíu kílómetra hraða á bíl hans. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Ohio í Bandaríkjunum fengu upplýsingar um að eftirlýstur afbrotamaður væri á leið í átt til þeirra á miklum hraða á stolnum sendiferðabíl.

Sjá næstu 50 fréttir