Erlent

Sextíu manns lágu í valnum

Sorg ríkti hjá þeim sem misstu ástvini í árásinni.
Sorg ríkti hjá þeim sem misstu ástvini í árásinni. Mynd/AP

Sjálfsvígsárásum hefur fjölgað töluvert í Írak síðustu vikur og mánuði. Í gær lágu sextíu manns í valnum eftir að tveir menn sprengdu sig í loft upp nánast á sama tíma við helgidóm sjía-múslima í Bagdad. Daginn áður höfðu tvær sjálfsvígsárásir, önnur í Bagdad og hin skammt fyrir norðan borgina, samtals kostað nærri 90 manns lífið.

Þrettán slíkar árásir á þessu ári hafa alls kostað nærri 350 manns lífið. Fimm þessara þrettán árása voru gerðar í mars og fjórar það sem af er apríl.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×