Erlent

Boða vopnahlé

Móðir, barn og hermaður Um fimmtíu þúsund óbreyttir borgarar eru sagðir í sjálfheldu á milli tamiltígra og stjórnarhersins á Srí Lanka.  
Mynd/GettyImages
Móðir, barn og hermaður Um fimmtíu þúsund óbreyttir borgarar eru sagðir í sjálfheldu á milli tamiltígra og stjórnarhersins á Srí Lanka. Mynd/GettyImages

Uppreisnarmenn tamil-tígra, sem barist hafa við stjórnarher Srí Lanka í norðausturhluta landsins, lýstu einhliða yfir vopnahléi í gærdag.

Stjórnvöld á Srí Lanka taka ekki mark á vopnahléinu og segja algjöra uppgjöf tígranna eina kostinn í stöðinni.

Uppreisnarmennirnir höfðu í gær verið króaðir af á tólf ferkílómetra svæði. Sameinuðu þjóðirnar segja um fimmtíu þúsund óbreytta borgara í sjálfheldu í miðri átakalínu hópanna tveggja. - hhs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×