Fleiri fréttir

Þjóðarráðið vann í Suður-Afríku

Afríska þjóðarráðið vinnur góðan sigur í þingkosningunum sem fram fóru í Suður-Afríku í gær. Búið er að telja áttatíu prósent atkvæða og hefur Þjóðarráðið fengið sextíu og fjögur prósent þeirra.

Vrúmmm

Danskir stjórnmálamenn krefjast þess nú að löggjafanum verði gert auðveldara að svipta menn ökuréttindum vegna hraðaksturs.

Skildu börnin sín eftir á pizzastað

Ítalska lögreglan leitar nú að þýsku pari sem skildi þrjú börn sín eftir á pizzastað um síðustu helgi. Börnin eru átta mánaða tveggja ára og fjögurra ára. Starfsfólk veitingastaðarins höfðu samband við lögregluna eftir að foreldrarnir fóru út til þess að fá sér sígarettu og komu ekki aftur.

Tamíl tígrar innikróaðir

Útlit er fyrir að komið sé að endalokum Tamíl tígra á Sri Lanka. Her þeirra er innikróaður á nokkurra ferkílómetra svæði í norðurhluta landsins.

Barn fann gleymda byssu og skaut sig í höfuðið

Tólf ára gamall drengur í Flórída liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að hann fann skammbyssu, sem foreldrar hans höfðu gleymt að þau ættu, og skaut sig í höfuðið af slysni. Byssan var í skókassa inni í skáp og hafði verið þar síðan fjölskyldan flutti fyrir nokkrum árum.

Ferrari-safn í smíðum í Modena

Hinir nafntoguðu sportbílar, sem bera nafn hönnuðarins Enzo Ferrari og gera það gott jafnt í Formúla 1-kappakstrinum sem á götum úti um gervallan heiminn, eru nú um það bil að fá safn reist til heiðurs sér og sögu sinni í Modena þar sem Ferrari fæddist árið 1898.

Krikketáhugamenn í hungurverkfalli

Hundruð vistmanna í fangelsi í indversku borginni Kolkata eru í hungurverkfalli eftir að yfirvöld neituðu þeim um sjónvarpstæki til að horfa á stórmót í krikket sem fram fer í Suður-Afríku um helgina en Indverjar senda landslið sitt á mótið.

Herinn áfram á götum í Mexíkó

Mexíkósk yfirvöld hafa ákveðið að her landsins verði í viðbragðsstöðu á götum helstu borga landsins allt til ársins 2013 til að berjast gegn fíkniefnabarónum en átök þeirra, meðal annars í borginni Ciudad Juarez, hafa kostað um 2.000 manns lífið á þessu ári.

Fjöldi sjórána tvöfaldast milli ára

Árásum sjóræningja á skip á hafi úti hefur fjölgað svo að nánast er um tvöföldun að ræða miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt tölum Alþjóðasiglingastofnunarinnar.

Khodorkovsky ákærður á ný

Rússneski auðjöfurinn Mikhail Khodorkovsky kveðst sýkn saka í nýju dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn honum fyrir fjársvik þegar hann gegndi forstjórastöðu rússneska olíurisans Yukos.

Dani á áttræðisaldri ákærður fyrir kynferðisbrot

Danskur karlmaður á áttræðisaldri hefur verið úrskurðaður i fjögurra vikna gæsluvarðhald, grunaður um að hafa misnotað unga stúlku kynferðislega, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Silkeborg. Maðurinn er í einangrun og lögreglan vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla í Danmörku. Þó þykir ljóst að maðurinn hafi brotið gegn stúlkunni bæði áður og eftir en að hún varð 15 ára gömul.

Samstaða þrátt fyrir ræðu Íransforseta

Umdeild drög að lokaályktun á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma var samþykkt í dag einróma án breytinga og það þó ráðstefnunni í Genf í Sviss ljúki ekki fyrr en á föstudaginn. Lokayfirlýsingin staðfestir umdeilda yfirlýsingu af fyrri ráðstefnu sem haldin var í Durban í Suður-Afríku 2001.

Sjóræningi leiddur fyrir dómara í New York

Sómalski unglingurinn Abdiwali Abdiqadir Muse var í dag leiddur fyrir dómara í New York til að svara ákæru um sjórán. Muse er eini eftirlifandi sjóræninginn sem úr hópi sem tók bandaríska skipstjórann Richard Phillips í gíslingu undan strönd Sómalíu fyrr í mánuðinum eftir að sjóræningjunum mistókst að ræna flutningaskipinu Maersk Alabama.

150 þúsund almennir borgarar innlyksa

Uppreisnarmenn Tamíl Tígra á Srí Lanka saka stjórnarher landsins um að hafa varpað sprengjum á almenna borgara í sókn sinni í norðurhluta landsins. Stjórnvöld neita því og segja tígrana skjóta á borgara sem reyni að flýja átakasvæðið.

ESB vill draga umtalsvert úr fiskveiðum

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins telur að draga þurfi umtalsvert úr fiskveiðum á hafsvæði ESB. Þannig verði tryggt að fiskveiðar verði sjálfbærar. Fækka þurfi skipum og bátum, draga úr fjárstuðningi til greinarinnar og herða refsingar fyrir brot.

Bretar draga úr hraðanum

Hraðatakmarkanir á svokölluðum A-vegum í Bretlandi verða brátt færðar niður í 75 kílómetra hraða á klukkustund en það er þáttur í þeirri viðleitni Breta að fækka banaslysum í umferðinni um þriðjung.

Mikil átök í Kenýa í nótt

Mikil átök brutust út í Kenýa í nótt á milli íbúa í miðhluta landsins og glæpaklíku sem kallar sig Mungiki. 24 eru látnir í það minnsta og þrír alvarlegag slasaðir að því er yfirvöld í höfuðborginni Nairobi segja.

CIA í lykilhlutverki við að vernda Bandaríkin

Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði við starfsmenn leyniþjónustunnar CIA að stofnunin væri í lykilhlutverki við að vernda landið þegar hann heimsótti höfuðstöðvar CIA í gær.

Tamíl Tígrar saka herinn um árásir á borgara

Talsmenn Tamíl Tígranna á Sri Lanka ásaka stjórnarherinn um að hafa gert loftárásir á óbreytta borgara á meðan herinn sótti fram á norðurhluta eyjarinnar. Stjórnvöld neita ásökunum og segja á móti að Tígrarnir sjálfir hafi skotið á almenna borgara.

Sólin óvenjuróleg

Ótrúlegt en satt. Sólin hefur sjaldan eða aldrei látið jafnlítið fyrir sér fara og nú velta furðu lostnir vísindamenn því fyrir sér hvort það sé líka kreppa á sólinni.

Sjóræningjar færa sig upp á skaftið

Sómalskir sjóræningjar hafa sleppt tankskipinu Stolt Strenght og allri áhöfn skipsins en um borð voru 23 skipverjar. Skipinu var rænt seint á síðasta ári þegar skipið var á leið til Indlands með kemísk efni.

Kínverski flotinn sýnir styrk sinn

Kínverski flotinn mun sýna fram á vaxandi styrk sinn á mikilli sýningu í tilefni af 60 ára afmæli flotans. Á sýningunni munu Kívnverjar sýna herskipaflota sinn og kjarnorkukafbáta. Kínverski aðmírállinn Wu Shengli segir að sýningunni sé ætlað að sýna styrk kínverska flotans og aukið hlutverk hans við að gæta friðar í heiminum.

Obama róar liðsmenn CIA

Barack Obama Bandaríkjaforseti ítrekaði við starfsmenn leyniþjónustunnar CIA að stofnunin væri í lykilhlutverki við að vernda landið, þegar hann heimsótti höfuðstöðvar CIA í gær.

Yfirgáfu salinn undir ræðu forseta Írans

Fjölmargir sendifulltrúar gengu fyrir stundu út af fundi á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþáttafordóma sem haldin er í Genf í Sviss. Þetta gerðist undir ræðu Mahmouds Ahmadinejads forseta Írans.

Ísraelar æfir Sameinuðu þjóðunum

Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna harmar hve mörg ríki heims hafi ákveðið að sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hófst í Genf í Sviss í morgun. Forseti Írans verður á ráðstefnunni og óttast margir að hann muni nota ráðstefnuna sem vettvang fyrir gyðingahatur.

Flugræninginn á Jamaíku gafst upp

Jamaískur karlmaður sem tók áhöfn kanadískrar farþegaflugvélar í gíslingu í Montego-flóa á Jamaíku í nótt gafst upp nú skömmu fyrir fréttir. Jamaísk yfirvöld segja manninn rétt rúmlega tvítugan og eiga við andlega erfiðleika að stríða. Maðurinn réðst um borð í flugvélina og rændi verðmætum af farþegum. Síðan sleppti hann þeim en hélt eftir sex áhafnarmeðlimum í gíslinu. Hann krafðist þess að flogið yrði með hann til Kúbu. Hann sleppti gíslunum sex nú rétt í þessu og gaf sig fram við lögreglu. Engan sakaði.

Harmar að ríki sniðganga ráðstefnu SÞ

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, harmar hve mörg ríki hyggist sniðganga ráðstefnu um kynþáttamisrétti sem hefst í Sviss í dag en talið er að ráðstefnan sé fyrir fram farin í vaskinn.

Tíu ár frá Columbine-morðunum

Þess er nú minnst í bænum Littleton í Colorado að 10 ár eru í dag liðin síðan þeir Eric Harris og Dylan Klebold mættu í Columbine-framhaldsskólann þar í bænum gráir fyrir járnum og skutu til bana 12 samnemendur sína og einn kennara auk þess að særa 23.

Playboy rannsakar skemmtanalíf í háskólum

Eftir langvinnar rannsóknir og mikla fræðimennsku gerði Playboy það heyrum kunnugt nú fyrir helgina að fjörugasti háskóli Bandaríkjanna væri Háskólinn í Miami. Þeir hjá Playboy tala þarna um „top party school" og birta í ritinu lista yfir þá tíu skóla sem helst eru taldir skara fram úr á þessu sviði.

Darling sagður spá dýpstu efnahagslægð í 60 ár

Búist er við að Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, spái dýpstu efnahagslægð í sögu Bretlands síðan á dögum seinni heimsstyrjaldarinnar þegar hann flytur fjárlagaræðu sína í breska þinginu á miðvikudaginn.

Rændi kanadískri þotu á Jamaíka

Flugræningi á Jamaíka heldur fimm manna áhöfn og tveimur farþegum í gíslingu um borð í þotu á flugvellinum í Montego-flóa. Maðurinn mun hafa komist um borð í þotuna, sem var að leggja af stað til Halifax í Kanada, með því að sýna öryggisvörðum fölsuð skilríki. Hann hefur þegar leyft 167 farþegum að fara frá borði en ekki er enn ljóst hverjar kröfur hans eru.

Segir Obama ógna þjóðaröryggi

Barack Obama Bandaríkjaforseti ógnar þjóðaröryggi með því að birta gögn Bush-stjórnarinnar um yfirheyrsluaðferðir. Þetta sagði Michael Hayden, fyrrverandi yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, í viðtali við sjónvarpsstöðina Fox í gærkvöldi.

Lúxussnekkjur næstu skotmörk sjóræningja

Lúxussnekkjur í sumarleyfissiglingum milli Indlandshafs og Miðjarðarhafs gætu orðið helstu skotmörk sómalskra sjóræningja yfir sumartímann að sögn siglingaöryggissérfræðinga.

Skýrslur um Hillsborough gerðar opinberar

Skýrslur yfirvalda um Hillsborough-slysið vorið 1989, þegar 96 stuðningsmenn knattspyrnuliðsins Liverpool tróðust til bana, verða að öllum líkindum gerðar opinberar 10 árum á undan áætlun en öll gögn um málið voru sett undir 30 ára leynd.

Vopnaðir verðir í dönskum skipum

Í gærmorgun var reynt að ræna einu af skipum danska skipafélagsins Schipcraft. Tilraunin mistókst en framkvæmdastjóri Schipcraft Per Nykjær Jensen er búinn að fá nóg.

Nagli dreginn úr höfuðkúpu barns

Hin ellefu ára Naomi Easton frá Edinborg í Skotlandi lenti í óhugnalegu óhappi á dögunum þegar planki féll á höfuð hennar. Það sem verra var, þá voru naglar í plankanum sem stungust inn í höfuð hennar þega hann féll á höfuð hennar.

Bandaríkjaforseti á hundavaði

Það munaði minnstu að forseti Bandaríkjanna félli hundflatur þegar hann fór í fyrsta skipti út að ganga með fjölskylduhundinn Bó.

Obama bræðir jafnvel Chavez

Hugo Chavez forsætisráðherra Venesúela heilsaði Barack Obama með handabandi og sagði; -Ég vil vera vinur þinn, þegar þeir hittust á ráðstefnu Ameríkuríkja á Trinidad í gær.

Stökk út í sjö kílómetra hæð

Tvítugur Kanadamaður ærðist um borð í flugvél í norðurhluta landsins í gær og endaði það með að honum tókst að opna hurð og stökkva út í sjö kílómetra hæð.

Leiðtogi ETA handtekinn

Baskinn og ETA leiðtoginn Jurdan Mrtitegi Lizaso hefur verið handtekinn samkvæmt fréttastofu BBC. Hann er talinn leiðtogi aðskilnaðarhreyfingarinnar.

Handtökuskipun gefin út á fyrrum forseta Madagaskar

Andry Rajoelina nýr leiðtogi Madagacar hefur gefið út handtökuskipun á hendur Marc Ravalomanana sem hann steypti af stóli í síðasta mánuði. Christine Razanamahasoa dómsmálaráðherra sagði í yfirlýsingu í útvarpi fyrr í kvöld að fyrrum forsetinn hefði misnotað ríkisfé í forsetatíð sinni.

Sjá næstu 50 fréttir