Erlent

Jay Leno forfallast í fyrsta sinn á 17 ára ferli

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þeir eru ófáir gestirnir sem hafa vermt sófann hjá Jay Leno. Hér ræðir hann við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.
Þeir eru ófáir gestirnir sem hafa vermt sófann hjá Jay Leno. Hér ræðir hann við Arnold Schwarzenegger, ríkisstjóra Kaliforníu.

Jay Leno forfallaðist í gær, í fyrsta sinn á 17 ára ferli sínum í The Tonight Show, en hann var lagður inn á sjúkrahús með hraði rétt áður en taka átti þáttinn upp. Talsmenn þáttarins vilja ekki gefa upp hvað amar að Leno en segja hann væntanlegan til starfa á ný á mánudaginn. Leno er 58 ára gamall og hefur stjórnað þættinum síðan árið 1992. Honum hefur ekki orðið misdægurt síðan svo vitað sé en 1. Júní næstkomandi mun Conan O'Brien taka við þættinum. Leno byrjar hins vegar með nýjan þátt í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×