Erlent

Handsprengju varpað að fólki

Handsprengju var varpað að fimm ungmennum þar sem þau sátu fyrir utan veitingastað í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í fyrrakvöld. Einn fimmmenninganna, sem varð fyrir árásinni, missti hluta af kjálkanum en hin fjögur særðust minna. Sprengjan skildi eftir gíg í malarplaninu þar sem hún sprakk.

Að sögn lögreglunnar er líklegast að þessi fólskulega árás sé liður í gengjastríði fíkniefnasölumanna. Tilgangurinn hafi verið að fæla þá frá Kristjaníu sem þangað leituðu í slíkum erindagjörðum. - aa






Fleiri fréttir

Sjá meira


×