Erlent

Keyrði á löggubíl á 110 kílómetra hraða

Bandarískur lögregluþjónn slapp naumlega þegar eftirlýstur afbrotamaður keyrði á hundrað og tíu kílómetra hraða á bíl hans. Lögreglumenn á eftirlitsferð í Ohio í Bandaríkjunum fengu upplýsingar um að eftirlýstur afbrotamaður væri á leið í átt til þeirra á miklum hraða á stolnum sendiferðabíl.

Þeir lögðu bílum sínum sitthvorumegin á vegkantinum og ráku á eftir öðrum bílstjórum að hraða sér framhjá áður en þeir lögðu naglamottur á veginn.

Svo kom sendiferðabíllinn æðandi. Bílstjórinn ná naglamotturnar og reyndi að beygja til hliðar til að komast framhjá þeim. Það tókst ekki og hann lenti framan á lögreglubíl sem hreinlega tættist í sundur.

Ökumaður viðkomandi lögreglubíls rétt náði að forða sér á hlaupum.

Hinn óheppni afbrotamaður slasaðist mikið en ekki lífshættulega. Það verður hinsvegar bið á að hann komist aftur út á þjóðveginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×