Erlent

Clinton í óvæntri heimsókn til Íraks

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Bagdad í Írak í morgun. Þetta er í fyrsta sinn sem hún kemur til landsins frá því hún tók við embætti utanríkisráðherra. Clinton kemur til Íraks þegar uggur er í brjósti margra eftir blóðuga tvo síðustu sólahringa.

Nokkrar sjálfsvígssprengjuárásir voru gerðar í Bagdad og Bakúba og kostuðu þær minnst hundra fimmtíu og fimm manns lífið um leið og fjölmargir særðust.

Clinton segir það verkefni bandarísku herstjórnarinnar í Írak að finna leiðir til að sporna við ofbeldinu. Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur ákveðið að kalla mest allt bandarískt herlið frá íröskum borgum fyrir lok júní og að allar bardagasveitir verði farnar úr landi fyrir næsta sumar. Fjölgað hefur verið í herliðinu síðasta rúma árið og fækkaði þá ofbeldisverkum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×