Erlent

Árás sjóræningja á skemmtiferðaskip hrundið

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skemmtiferðaskipið Melody.
Skemmtiferðaskipið Melody.

Öryggisverðir um borð í ítölsku skemmtiferðaskipi skutu á sjóræningja sem reyndu að ná skipinu á sitt vald úti fyrir ströndum Sómalíu á laugardaginn. Ræningjarnir nálguðust skipið á hraðbát og hófu skothríð með hríðskotabyssum.

Öryggisverðirnir vörðust með skammbyssum og sprautuðu úr kraftmikilli brunaslöngu yfir sjóræningjana sem varð til þess að þeim tókst ekki að koma stiga upp að skipinu. Spænskt herskip kom á vettvang innan tíðar og fylgdi skemmtiferðaskipinu gegnum hættusvæðið. Um 1.500 manns eru um borð í skipinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×