Erlent

140 hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak

Frá Bagdad í gær.
Frá Bagdad í gær. Mynd/AP
Að minnsta kosti sextíu hafa fallið og hundrað tuttugu og fimm særst í tvöfaldri sjálfsvígssprengjuárás við mikilvægan helgidóm sjía múslima í Bagdad í Írak í morgun. Fjölmargir höfðu komið þar saman til bæna í morgun þegar árásirnar voru gerðar.

Hundrað og fjörutíu hafa fallið í sjálfsvígssprengjuárásum í Írak síðasta sólahringinn. Tvær árásir voru gerðar í Bagdad og Baquba í gær en þá féllu áttatíu manns.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×