Erlent

Allt gert til að tryggja framtíð EES samnings fari Ísland í ESB

Utanríkisráðherra Noregs segir að allt verði gert til að tryggja framtíð samningsins um evrópska efnahagssvæðið fari svo að Ísland gangi í Evrópusambandið.

Ísland, Noregur og Liechtenstein eru aðilar að Evrópsa efnahagssvæðinu ásamt Evrópusambandinu.

Norska ríkisstjórnin kannaði í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 1994 hvort ganga ætti skrefinu lengra og inn í ESB. Þjóðin hafnaði því.

Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, lagði áherslu á EES samninginn þegar hann var spurður um áhrif kosninganna á Íslandi í gær á stefnu sitjandi stjórnar í Noregi sér í lagi í ljósi þess að stærsti flokkurinn á Alþingi vilji þegar sækja um aðild að ESB.

Gahr Støre er ráðherra Verkamannaflokksins sem styður aðild að ESB en er í ríkisstjórn með Miðflokknum og Sósíalsitaflokknum sem vilja ekki gang í sambandið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×