Erlent

Yfir 100 látnir úr svínaflensu í Mexíkó

Mexíkóskt par kyssist gegnum grímur.
Mexíkóskt par kyssist gegnum grímur. MYND/AFP/Getty Images

Tala látinna úr svínaflensu í Mexíkó er komin upp í 103. Sóttvarnaryfirvöld hér á landi ákveða í dag hvernig brugðist verður við vá vegna flensunnar. Allir Íslendingar, sem nú eru staddir í Mexíkó, verða skoðaðir við heimkomuna en eftir því sem næst verður komist eru þeir allir við góða heilsu.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin lýsti í fyrrakvöld yfir vá gegn almannaheilsu um allan heim vegna svínaflensunnar. Lönd heims eru hvött til að herða heilbrigðiseftirlit og fylgjast vandlega með því hvort óvenjuleg tilfelli flensu greinast eða þá að hópar fólks sýkist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×