Erlent

Fyrir rétt í Norður-Kóreu

Mótmæli í Suður-Kóreu Myndir af blaðakonunum tveimur á mótmælaspjöldum.fréttablaðið/AP
Mótmæli í Suður-Kóreu Myndir af blaðakonunum tveimur á mótmælaspjöldum.fréttablaðið/AP

Tveir bandarískir blaðamenn, sem handteknir voru í Norður-Kóreu 17. mars, verða sóttir til saka fyrir afbrot, samkvæmt tilkynningu frá þarlendum stjórnvöldum.

Blaðakonurnar Laura Ling og Euna Lee voru handteknar þegar þær fóru yfir landamærin til Norður-Kóreu frá Kína, þar sem þær voru að vinna að fréttum um flóttamenn frá Norður-Kóreu. Þær voru sakaðar um „óvinveitta starfsemi“ gagnvart Norður-Kóreu, auk þess að fara ólöglega inn í landið. Þær starfa fyrir sjónvarpsstöðina Current TV, sem stofnuð var af Al Gore, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×