Erlent

Laust úr haldi sjóræningja

MYND/AP

Noregur Bjørn Vågeng, skipstjóri norska fraktskipsins Bow Asir sem var hertekið af sjóræningjum fyrir utan strönd Sómalíu fyrir mánuði, segist hafa átt gott samstarf við foringja sjóræningjanna. Þeir hafi leyft áhöfninni að halda áfram með daglega vinnu, að sögn Dagbladet.

Vågeng segir að áhöfnin sé mjög þrekuð eftir að hafa verið í haldi sjóræningjanna í tæpan mánuði en reyni að jafna sig á næstu dögum. - ghs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×