Erlent

Sómalskir sjóræningjar rændu þýsku skipi í morgun

Sómalskur sjóræningi.
Sómalskur sjóræningi.

Sómalskir sjóræningjar rændu í morgun þrjátíu og eitt þúsund tonnga flutningaskipi frá Þýskalandi. Að sögn siglingayfirvalda í Kenía hafa þær upplýsingar fengist að sautján manna áhöfn um borð hafi ekki sakað.

Sjóræningjarnir réðust um borð í þýska skipið þar sem verið var að sigla því um Aden flóa þar sem sjórán hafa verið tíð síðustu misseri. Sómalskir sjóræningjar á svæðinu hafa rænt fjölda skipa og fengið margar milljónir bandaríkjadala í lausnargjald.

Þeir halda í gíslingu rúmlega tvö hundruð og fimmtíu sjóliðum ýmissa skipa sem þeir hafa rænt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×