Erlent

Þúsundir borgara hafa látist

Stjórnarhermenn Stjórnarherinn hefur þjarmað að skæruliðum.
Stjórnarhermenn Stjórnarherinn hefur þjarmað að skæruliðum. Mynd/AP

Sameinuðu þjóðirnar fullyrða að nærri 6.500 almennir borgarar hafi fallið í átökum stjórnarhersins og tamíla undanfarna þrjá mánuði.

Indverska stjórnin krefst þess að strax verði samið um vopnahlé.

Stjórnarherinn á Srí Lanka segist þó ótrauður ætla að halda áfram með sókn sína gegn uppreisnarsveitum tamíla. Frá því á mánudag hafa meira en hundrað þúsund manns flúið frá svæði, þar sem uppreisnarsveitirnar eru innikróaðar. Sameinuðu þjóðirnar hafa miklar áhyggjur af ástandinu á þessu svæði.- gb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×