Fleiri fréttir

Ísraelar fækka vegatálmum

Ísraelar hafa fjarlægt 44 vegatálma á Vesturbakkanum, að sögn samhæfingarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum.

Laus úr greipum sjóræningja

Þrjátíu manna áhöfn á litlu frönsku skemmtiferðaskipi er nú frjáls ferða sinna, viku eftir að sjóræningjar hertóku skipið. Frakkar sendu herskip og sérsveit hermanna til þess að fylgjast með skipinu.

Lokadagur kosningabaráttunnar á Ítalíu er í dag

Lokadagur kosningabaráttunnar á Ítalíu er í dag. Silvio Berlusconi og flokkur hans standa best að vígi ef marka má skoðanakannanir en þær sýna hinsvegar að margir kjósendur eru óákveðnir.

Útvega vændiskonur fyrir ellilífeyrisþega

Félagsmálayfirvöld í Skanderborg í Danmörku hafa ákveðið að starfsmenn sínir megi útvega vændiskonur fyrir ellilífeyrisþega eða aðstoða þá við slík kaup.

Dönum stendur ógn af hryðjuverkamönnum

Herskáir hryðjuverkamenn beina augum sínum að Danmörku, ef marka má upplýsingar sem dómsmálaráðuneytið í Danmörku hefur frá leyniþjónustunni PET.

Prestur frá helvíti

Breskur prestur hefur verið sviptur kalli sínu fyrir dæmalausan ruddaskap gagnvart sóknarbörnum sínum.

Ný stjarna í dýragarði

Ísbjarnarhúnninn Snjókorn kom í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir í vikunni. Snjókorn á heima í dýragarðinum í Nürnberg í Suður-Þýskalandi.

Berlusconi viss um sigur um helgina

Ítalski auðjöfurinn Silvio Berlusconi segist 100 prósent viss um að hann muni fara með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fara um helgina.

Tugþúsundir fastar á bandarískum flugvöllum

Tugþúsundir ferðalanga í Bandaríkjunum eru strandaglópar á flugvöllum víða um landið eftir að ráðamenn American Airlines aflýstu nærri eitt þúsund flugferðum í dag og enn fleiri ferðum í gær.

Barnungar telpur afmeyjaðar fyrir opnum tjöldum

Yfir 400 börn hafa nú verið tekin af búgarði fjölkvænissafnaðar í Texas. Lögreglan segir að stúlkur niður í tólf ára hafi verið giftar fullorðnum karlmönnum og neyddar til kynlífs með þeim.

Drepið þið kvikindin

Aðstoðar öryggismálaráðherra Suður-Afríku hefur skipað lögregluþjónum að skjóta og drepa afbrotamenn sem ógna öryggi borgaranna.

Elton John söng til stuðnings Hillary Clinton

Ég er ennþá standandi eða I am still standing söng Hillary Clinton í gærkvöldi eftir að stórsöngvarinn Elton John hélt tónleika henni til stuðnings í New York.

Obama vill að Bush sniðgangi Olympíuleikana

Öldungardeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem keppir um að verða forsetaefni demókrata, telur að George Bush Bandaríkjaforseti eigi að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking.

Obama vill að Bush íhugi að sniðganga Ólympíuleika

Öldungardeildarþingmaðurinn Barack Obama, sem keppir um að verða forsetaefni demókrata, telur að George Bush Bandaríkjaforseti eigi að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking ef Kínverjar leggi ekki sitt af mörkum til að stöðva óöldina í Darfur-héraði í Súdan og bæti stöðu mannréttinda í Tíbet.

Félagar úr perúskum dauðasveitum dæmdir

Dómstóll í Perú dæmdi í gær hershöfðingja og þrjá félaga úr dauðasveitum stjórnarhers Alberto Fujimori í 15 til 35 ára fangelsi fyrir mannrán og morð árið 1992.

Of hættulegt að birta niðurstöður í Simbabve

Lögmaður kosningastjórnar Simbabve sagði í dag að of hættulegt væri fyrir Hæstarétt landsins að birta niðurstöður forsetakosninganna eins og stjórnarandstan hefur farið fram á. Lýðræðisflokkurinn MDC hefur höfðað mál til að fá úrslit kosninganna 29. mars birtar, en hann segir að leiðtogi flokksins Morgan Tsvangirai hafi unnið. Hann ætti að verða forseti og enda þannig 28 ára valdatíð Robert Mugabe forseta.

Foreldrar Madeleine vinna að hjálparlínu í Evrópu

Foreldrar Madeleine McCann vinna nú að því að koma upp upplýsingasíma um Evrópu fyrir týnd börn eða börn sem hefur verið rænt. Kate og Gerry McCann eru nú í Brussel vegna herferðarinnar sem þau hafa lagt lið sitt. Símanúmerið verður það sama um alla Evrópu, 116 000.

Verðbréfasalar veðja á að Obama sigri

Verðbréfasalar sem fást við að spái í framtíðina með kaupum og sölum á framvirkum samningum telja flestir að Barak Obama muni vinna forkosningar Demókrata í Bandaríkjunum.

Al Fayed gefst upp á að sanna samsæriskenningu sína

Mohammed Al Fayed hinn litríki eigandi Harrods í London hefur endanlega gefist upp við að sanna að samsæri hafi legið að baki láti Dodi sonar síns og Díönu prinsessu í París fyrir áratug síðan.

Forsætisráðherra Dana gagnrýndur fyrir ferðagleði

Anders Fogh Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur sætir nú vaxandi gagnrýni stjórnarandstöðunnar fyrir að vera stöðugt á ferðalögum erlendis og sinna ekki skyldum sínum nægilega vel heima fyrir

Bush útilokar ekki að sniðganga opnunarhátíð ÓL

George Bush Bandaríkjaforseti útilokar ekki að hann sniðgangi opnunarhátíðina á Ólympíuleikunum í Peking til þess að mótmæla framferði Kínverja í Tíbet og mannréttindabrotum í Kína.

Sjá næstu 50 fréttir