Erlent

Yfir 50 farandverkamenn köfnuðu í Taílandi

Lík fimmtíu og fjögurra farandverkamanna frá Burma fundust í frystirými flutningabíls í Taílandi í gær en verkamennirnir höfðu kafnað.

Yfir 100 verkamenn voru í frystirýminu og var verið var að smygla þeim yfir til Taílands. Bílstjórinn flúði af vettvangi þegar hann sá hvað gerst hafði. Þeir sem lifðu af voru ýmist sendir á sjúkrahús eða stungið í fangelsi.

Um milljón farandverkamenn fá atvinnuleyfi í Taílandi á hverju ári en talið er að önnur milljón starfi ólöglega í landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×