Erlent

Lokadagur kosningabaráttunnar á Ítalíu er í dag

Lokadagur kosningabaráttunnar á Ítalíu er í dag. Silvio Berlusconi og flokkur hans standa best að vígi ef marka má skoðanakannanir en þær sýna hinsvegar að margir kjósendur eru óákveðnir.

Helsti keppinautur Berlusconi er Walter Veltroni fyrrverandi borgarstjóri í Róm. Veltroni leiðir nýjan flokk, Demókrataflokkinn, sem stofnaður var fyrir þessar kosningar og líkir Veltroni sér gjarnan við Barak Obama. Fréttaskýrendur segja hinsvegar lítinn mun á þessum tveimur flokkum enda stefnumálin nánast hin sömu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×