Fleiri fréttir

Bandaríkin verða að fresta heimkvaðningu hers frá Írak

David Petraeus hershöfðingi í bandaríska hernum og helsti leiðtogi hersins í Írak hefur mælt með að herlið Bandaríkjanna verði ekki kallað heim fyrr en eftir júlímánuð. Það verði gert til að viðhalda þeim árangri sem náðst hefur í landinu. Hann lofaði mikilvægar, en breytilegar, framfarir í öryggismálum og sagði að herlið þyrftu tíma til að meta aðstæður í sumar.

Forsætisráðherrar funda í Riksgränsan

Forsætisráðherrar Norðurlanda eru saman komnir í sól og vetrarblíðu í Riksgränsan nyrst í Svíþjóð. Frederik Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar bauð í hádeginu alla velkomna á hnattvæðingarráðstefnuna sem nefnd er ”Norrænn Davosfundur”.

Synir Díönu fagna úrskurði kviðdóms

Vilhjálmur og Harry synir Díönu prinsessu hafa fagnað úrskurði kviðdóms í réttarrannsókninni á dauða móður þeirra í bílslysi í París árið 1997. Í skilaboðum til kviðdómenda sögðu prinsarnir að þeir væru sammála niðurstöðunni sem þeir komust að; „Og við erum báðir afar þakklátir.“

Brot 400 mannabeina frá 11. september rannsökuð

Tekist hefur að bera kennsl á fjögur fórnarlömb árásarinnar á World Trade Center 11. september 2001 með rannsóknum á erfðaefnum úr beinum sem fundust undir malbiki nálægt vettvanginum.

Foreldrar Madeleine boðaðir aftur til Portúgal

Foreldrar Madeleine McCann, fjölskylduvinir og aðrir ferðamenn hafa verið boðaðir aftur til Portúgal til að taka þátt í endurgerð atburðarrásarinnar kvöldið sem stúlkan hvarf. Þetta kemur fram á fréttavef Times.

Hillary vill sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna

Hillary Clinton hefur hvatt George Bush Bandaríkjaforseta til að sniðganga opnunarhátíð Ólympíuleikanna í Peking nema kínversk stjórnvöld geri meiriháttar breytingar á stefnu sinni í mannréttindarmálum.

Portúgalska lögreglan yfirheyrir Tapas 7

Portúgalskir lögreglumenn sem rannsaka hvarf Madeleine McCann eru nú komnir til Bretlands til að taka viðtöl við Tapas 7 hópinn, vini Kate og Gerry McCann. Hópurinn er nefndur eftir veitingastaðnum sem hann var á kvöldið sem Madeleine hvarf.

Suður Kórea eignast sinn fyrsta geimfara

Suður-Kórea eignast sinn fyrsta geimfara í dag. Þá verður hinni 29 árs gömlu Yi So- skotið á loft í Soyuz geimfari á leið til alþjóðlegu geimstöðvarinnar.

Gore segir Bandaríkjamenn samþykkja Kyoto bráðlega

Al Gore er staddur hérlendis og heldur fyrirlestur í dag. Á svipuðum fyrirlestri í Færeyjum í gærdag sagði Gore meðal annars að hann reiknaði með að Bandaríkin myndu bráðlega gerast aðili að Kyoto bókuninni um að minnka gróðurhúsalofttegundir í heiminum.

Bob Dylan hlaut Pulitzer verðlaun

Tónlistarmaðurinn Bob Dylan hefur unnið sérstök Pulitzer verðlaun fyrir framlag sitt til tónlistarmenningar í Bandaríkjunum á síðustu áratugum.

Dauði Díönu var manndráp af gáleysi

Kviðdómur í réttarrannsókninni á dauða Díönu prinsessu hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauði hennar hafi verið morð af gáleysi vegna stórkostlegrar vanrækslu í akstri paparazzi ljósmyndara og einkabílstjóra hennar.

Dæmdir hryðjuverkamenn strjúka úr fangelsi

Níu manns sem dæmdir voru fyrir aðild að sjálfsmorðssprengjuárás í Casablanca 2003 hafa strokið úr marokkósku fangelsi. Fangelsisyfirvöld í Kenitra sem er 40 km norður af höfuðborginni Rabat, uppgötvuðu flóttann í morgun samkvæmt upplýsingum dómsmálaráðuneytis landsins. Innanríkisráðherra Marokkó sagði AFP fréttastofunni að fangarnir hefðu grafið göng til a komast út.

Tveir látnir úr kúariðu á Spáni

Yfirvöld í Castilla-Leon héraði á Spáni greindu frá því í dag að tvær manneskjur hefðu látist úr Creutzfeldt-Jakob sjúkdómnum sem er afbrigði kúariðu sem leggst á menn.

ESB samþykkir farsímanotkun í flugi

Evrópusambandið hefur samþykkt notkun almennings á farsímum í flugvélum. Þannig munu farþegar geta talað í síma, sent SMS eða tölvupóst í flugvélum í evrópskri lofthelgi. Með samþykkinu geta flugfélög sett upp farsímaþjónustu í vélum sínum síðar á þessu ári.

Kyndillinn heldur áfram för

Haldið var áfram að hlaupa með ólympíukyndilinn í París eftir rúmlega fjörtíu mínútna stopp í morgun.

Hefur ekki ákveðið hvernig hann klýfur kúna

Serbneski bóndinn Branko Zivkov hefur í kjölfar dómsúrskurðar vegna skilnaðar skorið eigur sínar í tvennt til að afhenda fyrrverandi konu sinni. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að konunni bæri helmingurinn af eigum búsins eftir 45 ára hjónaband þeirra.

Sólkerfi líkt okkar loksins fundið

Stjarnfræðingar hafa uppgvötvað sólkerfi sem líkist mjög sólkerfi okkar og telja nú að fjöldi slíkra sólkerfi geti verið til staðar í geiminum.

Íslamistar fordæma evrópska "hryðjuverkamenn"

Nokkur þúsund pakistanskir íslamistar komu saman í dag og mótmæltu endurbirtingum danskra dagblaða á skopteikningum Kurts Westergard af Múhameð spámanni sem og útkomu hollensku stuttmyndarinnar Fitna.

Filipus heim af sjúkrahúsi

Filipus hertogi af Edinborg, eiginmaður Elísabetar Englandsdrottningar var útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

50 milljóna dollara seðlar

Verðbólgan í Zimbabwe er yfir 800 þúsund prósent á ári. Það leiðir náttúrlega til þess að peningar rýrna að verðgildi á hverri klukkustund og það þarf stöðugt að prenta nýja seðla.

Teldu rétt, strákur

Kosningatölur hafa enn ekki verið birtar í Zimbabwe, þrátt fyrir háværar kröfur stjórnarandstöðunnar þar um.

Rændu rútu af háskólastúdentum

Menn vopnaðir byssum rændu 42 íröskum háskólastúdentum þegar þeir voru á ferð í nágrenni við borgina Mosul í morgun.

Hin mörgu andlit stríðsins

Glaðlegum strákhnokka með höfuðband bardagamanns er haldið á loft í fjöldagöngu Hamas samtakanna á Gaza ströndinni í gær.

Ástandið versnar stöðugt í Darfur

Tvöhundruð þúsund manns hafa látið lífið og tvær og hálf milljón er á flótta eftir fimm ára hernað hinnan arabisku ríkisstjórnar Súdans gegn svörtu fólki í Darfur héraði.

Blackwater áfram í Írak

Margir Írakar lýstu óánægju sinni í dag eftir að greint var frá því að bandaríkjastjórn hefði endurnýjað samning sinn við öryggisfyrirtækið Blackwater.

Nútíminn er afstæður

Nútíminn er misjafn eftir heimshlutum. Á meðan drossíur þeysa víða um hraðbrautir með risastórum flutningabílum eru farartækin einfaldari annarsstaðar.

Bush og Pútín funda

George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, fór frá Króatíu í dag, þar sem hann var í sólarhringsheimsókn, áleiðis til sumarleyfisstaðarins Sochi við Svartahaf þar sem hann mun funda með Vladimir Pútin, forseta Rússlands.

Meirihluti Dana vill evru

Ný skoðanakönnun, sem dagblaðið Berlinske Tidende lét gera, sýnir að meirihluti Dana sé nú fylgjandi því evra verði tekin upp í Danmörku.

Mugabe neitar að víkja

Stærsti stjórnarandstöðuflokkur Zimbabwes leitar til dómstóla í dag til þess að knýja stjórnvöld til þess að gera opinber úrslit í forsetakosningunum sem fram fóru í landinu fyrir viku.

Sjá næstu 50 fréttir