Erlent

Bréf Ian Fleming á uppboð um helgina

Bréf sem varpa ljósi á samband James Bond við Miss Moneypenny verða sett á uppboð í Englandi um helgina.

Um er að ræða bréfaskrifti á milli Ian Fleming skapara James Bond og ritara hans Jean Frampton sem ætíð hefur verið talin fyrirmyndin að Miss Moneypenny.

Í þessum bréfum er minnst á bækurnar Thunderball, Live and Let Die og The Man with the Golden Gun. Fleming og Framton hittust aldrei í lifenda lífi en hún gaukaði að honum ýmsum hugmyndum sem hann notaði síðan í bókum sínum um James Bond.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×