Erlent

Verðbréfasalar veðja á að Obama sigri

Verðbréfasalar sem fást við að spái í framtíðina með kaupum og sölum á framvirkum samningum telja flestir að Barak Obama muni vinna forkosningar Demókrata í Bandaríkjunum.

Beggja megin Atlantshafsins segja þeir að Obama hafi rúmlega 80% líkur á að verða útnefndur forsetaefni flokksins en líkur Hillary Clinton séu innan við 20% á að hreppa útnefninguna.

Og þeir telja einnig að Obama eigi nokkuð meiri líkur en John McCain á að standa uppi sem forseti að loknum kosningunum í nóvember




Fleiri fréttir

Sjá meira


×