Erlent

Elton John söng til stuðnings Hillary Clinton

Ég er ennþá standandi eða I am still standing söng Hillary Clinton í gærkvöldi eftir að stórsöngvarinn Elton John hélt tónleika henni til stuðnings í New York.

Elton John segir að hann hafi ætíð verið stuðningsmaður Hillary en tónleikar hans gáfu af sér hátt í 200 milljónir króna í þverrandi kosningasjóð Hillary.

Næstu forkosningar verða í Pennsylvaníu þann 22. apríl og samkvæmt skoðanakönnunum er Barak Obama hægt og bítandi að vinna upp forskotið sem Hillary hafði í því ríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×