Erlent

Dönum stendur ógn af hryðjuverkamönnum

Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri voru lítt hrifnir af Múhameðsteikningunum.
Osama bin Laden og Ayman al-Zawahiri voru lítt hrifnir af Múhameðsteikningunum. Mynd/ Reuters

Herskáir hryðjuverkamenn beina augum sínum að Danmörku, ef marka má upplýsingar sem dómsmálaráðuneytið í Danmörku hefur frá leyniþjónustunni PET. Leyniþjónustan telur að Danmörk sé í meiri hættu en áður, en einnig að Danir sem búsettir séu erlendis þurfi að vara sig. Í þessu samhengi bendir leyniþjónustan sérstaklega á ríki í Norður - Afríku og Mið - Austurlöndum, ásamt Pakistan og Afganistan.

„PET gerir það sem hægt er til þess að koma í veg fyrir hryðjuverk. Ég get fullvissað um að ríkisstjórnin í Danmörku og í öðrum ríkjum eru meðvituð um þá hættu sem nú steðjar að," hefur Jyllands Posten eftir Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur. Ráðherrann hvetur Dani, sem ferðast erlendis, til þess að sýna aðgát.

Talið er að aukna hryðjuverka hættu megi helst rekja til umdeildra teikninga af Múhameð spámanni sem birtar voru árið 2005. Þær voru endurbirtar fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×