Fleiri fréttir

Bara eina konu í einu, takk

Íraskur túlkur hefur fengið þau skilaboð frá danska fjölskylduráðinu að hann verði að skilja við aðra eiginkonu sína ef hann vill fá landvistarleyfi.

Fjögur börn létust í árás Ísraela

Sjö Palestínumenn, þar á meðal móðir og fjögur börn hennar, létust í árásum Ísraelshers á Gazasvæðinu morgun. Konan og börnin létust þegar flugskeyti Ísraela hafnaði á húsi þeirra í Beit Hanoun.

Jarðskjálftar valda íbúum Reno í Nevada vandræðum

Bandrískir jarðfræðingar hafa sagt íbúum borgarinnar Reno í Nevada að búa sig undir hið versta en margir eftirskjálftar hafa riðið yfir borgina um helgina eftir að jarðskjálfti upp á 4,7 á Richter skók borgina á föstudaginn var.

Mafían veldur hækkandi matvælaverði á Ítalíu

Hækkandi matvöruverð í heiminum er einkum útskýrt með uppskerubresti og vaxandi eftirspurn frá Asíu-löndum. Á Ítalíu er skýringin önnur því þar á mafían í landinu stóran hlut að máli.

Græða 180 milljarða á því að frídögum fækkar um einn

Sænska ríkið og sænsk fyrirtækið græða um 15 milljarðar sænskra króna, jafnvirði um 180 milljarða íslenskra, á því að 1. maí og uppstingingardag ber upp á sama dag í ár. Frá þessu er greint á fréttavef sænska ríkisútvarpsins.

Mótmæla komu Grants og Haims til Malasíu

Yfir tuttugu samtök múslíma í Malasíu hyggjast efna til mótmæla í sumar þegar enska knattspyrnuliðið Chelsea heimsækir landið á æfingaferð fyrir næstkomandi leiktíð.

Stuðningsmaður Camerons í kynlífshneyksli

Hinn 64 ára gamli Irvine Lord Laidlaw er einn af helstu styrktaraðilum breska Íhaldsflokksins. Hann hefur nú viðurkennt kynlífsfíkn og flýgur vændiskonum reglulega til Monte Carlo án vitundar eiginkonu sinnar. Laidlaw viðurkenndi þetta eftir afhjúpun breska blaðsins News of the World.

Karzai ómeiddur eftir tilræði

Talíbanar reyndu í morgun að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum. Forsetinn var viðstaddur fjölmenn hátíðarhöld í höfuðborginni Kabúl þar sem þess var minnst að 16 ár eru frá falli kommúnista stjórnar landsins. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi særst en 13 íslenskir friðargæsluliðar starfa í Kabúl.

Sómalskir sjóræningjar sleppa föngum sínum

Sómalskir sjóræningjar sem haldið hafa baskneskum túnfisksveiðimönnum í gíslingu í rúma viku hafa sleppt föngum sínum. Túnfiskbáturinn Playa de Bakio er nú á leið á alþjóðlegt hafsvæði eftir því sem ráðherra í spænsku ríkisstjórninni segir. Ráðherran segir að samið hafi verið um lausn mannana en vildi ekki tjá sig um hvort lausnargjald hafi verið greitt fyrir þá.

Harðlínumenn styrkja stöðu sína í Íran

Harðlínumenn í Íran þykja hafa styrkt stöðu sína enn frekar í kjölfar annarar umferðar í þingkosningum þar í landi. Kosið var um þingsæti þar sem enginn náði 25 prósentum eða meira. Eftir kosningarnar ráða harðlínuöflin í landinu 69 prósent þingsæta, umbótamenn eru með 16 prósent og óháðir 14 prósent.

Hvolpur smitar þrjá af hundaæði

Þrír Bretar eru nú í meðferð við hundaæði eftir að sýktur hvolpur glefsaði í þá. Hvolpurinn var í sóttkví en hann hafði nýverið verið fluttur inn til Bretlands frá Sri Lanka. Bretland er talið laust við þennan skæða kvilla og því er málið litið alvarlegum augum. Óttast var að fjórir aðrir hundar í stöðinni væru einnig sýktir og hafa öll dýrin verið svæfð.

Hákarl banar manni í Kalíforníu

Strandlengjunni hefur verið lokað á nokkura kílómetra svæði í Kalíforníu í kjölfar þess að hákarl banaði 66 ára gömlum manni. Hákarla árásir eru mjög sjaldgæfar á þessu svæði en hákarlinn réðst á manninnn þegar hann var að synda í sjónum norður af borginni San Diego.

Karzai gagnrýnir Bandaríkjamenn og Breta

Hamid Karzai, forseti Afganistans, er harðorður í garð Bandaríkjamanna og Breta í viðtali sem bandaríska blaðið New York Times birtir í dag. Hann gagnrýnir stríðsrekstur ríkjanna í Afganistan.

100 ára óvissu eytt

Norskar rannsóknir á beinum tveggja kvenna sem fundust í víkingaskipi fyrir meira en 100 árum hafa afsannað lífsseigar kenningar um að konunum hafi verið fórnað til þess að fylgja drottningu sinni í dauðann.

Einn handtekinn í tengslum við morð á sænskri stúlku

Franska lögreglan handtók í dag karlmann á fimmtugsaldri í tengslum við morðið á hinni 19 ára gömlu sænsku stúlku, Súsönnu Zetterberg. Lík hennar fannst í skógi í útjaðri Parísar um síðustu helgi.

Tyrkir sprengja í Norður-Írak

Tyrkneskar herflugvélar vörpuðu sprengjum á valin skotmörk í norðurhluta Írak um klukkan hálf fimm í dag.

Kínverjar vilja funda með Dalai Lama

Fulltrúar kínverskra stjórnvalda munu á næstu dögum funda með fulltrúa Dalais Lama, andlegs leiðtoga Tíbeta, í kjölfar átaka í héraðinu í síðasta mánuði. Frá þessu greindi ríkissjónvarp Kína í dag.

Disneyland rís í Bagdad

Þrátt fyrir að það sé engan veginn kominn á friður í Bagdad, höfuðborg Íraks, hyggst fyrirtækið C3 reisa þar Disneyland-skemmtigarð á næstunni.

Leit hætt að blöðrupresti

Yfirvöld í Brasilíu hafa hætt leit að prestinum sem reyndi að setja met í flugi með helíumfylltum blöðrum.

McCain reynir að verja Barack Obama

Repúblikanaflokkurinn í Norður-Karólínu hefur neitað að verða við beiðni Johns MCain um að draga til baka auglýsingu þar sem ráðist er á Barack Obama.

Ísraelar flöttu út sýrlenskan kjarnaofn

Sýrlendingar hafa sakað Bandaríkjamenn um að hafa átt þátt í loftárás sem ísraelskar flugvélar gerðu á kjarnaofn í austurhluta landsins. Bandaríkjamenn segja að Norður-Kórea hafi aðstoðað Sýrlendinga við að smíða hann.

Eyddu hátt í 600 milljónum í vörur og þjónustu

Danska konungsfjölskyldan eyddi 38,8 milljónum danskra króna, jafnvirði um 580 milljóna íslenskra, í hvers kyns vörur og þjónustu á síðasta ári. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet sem lagst hefur yfir ársskýrslu danska konungsembættsins

Nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum

Hópur vísindamanna við háskólann í Boston hefur sent frá sér nýjar upplýsingar um svarthol í geimnum. Þar kemur meðal annars fram að holur þessar senda frá sér straum af ögnum á næstum því ljóshraða.

Samgönguráðherra Dana laug um fangaflug CIA

Samgönguráðherra Dana, Carina Christiansen, var staðin að því að gefa ekki réttar upplýsingar í fyrirspurnartíma á danska þinginu um fangaflug á vegum bandarísku leyniþjónustunnar um danska lofthelgi og flugvelli.

Olympíueldurinn kominn til Japans

Olympíueldurinn kom til Tokyo í Japan í morgun eftir að hlaupið var með hann um borgina Canberra í Ástralíu. Ekki kom til neinna mótmælaaðgerða að ráði gegn hlaupinu í Canberra.

Alvarleg átök eftir fótboltaleik í Kaupmannahöfn

Til alvarlegra óeirða kom eftir deildarleik í Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöldi er um 100 stuðningsmenn liðsins FCK réðust að lögreglumönnum og grýttu þá með öllu lauslegu sem þeir fundu.

Sjá næstu 50 fréttir