Erlent

Jarðskjálftar valda íbúum Reno í Nevada vandræðum

Bandrískir jarðfræðingar hafa sagt íbúum borgarinnar Reno í Nevada að búa sig undir hið versta en margir eftirskjálftar hafa riðið yfir borgina um helgina eftir að jarðskjálfti upp á 4,7 á Richter skók borgina á föstudaginn var.

Skjálftahrinan náði hámarki í gær, sunnudag, en þá mældust yfir 150 eftirskjálftar í borginni, sá stærsti um 3 á Richter. Skjálftavirkin á svæðinu hófst í febrúar síðastliðnum en sá stærsti varð síðasta föstudag.

Jarðfræðingar segir að skjálftavirkin sé óvenjuleg að því leyti að hún hófst með smáum skjálftum og hefur síðan verið að færast í aukana. Því eru borgarbúar í Reno beðnir um að búast við hinu versta á næstu dögum og vikum.

Sandra Petty einn borgarbúa segir í samtali við AP fréttastofuna að eftir hafa vaknað allt að fjórum sinnum á nóttu við skjálftana hafi hún ákveðið að flytja út í sveit til dóttur sinnar. Og fleiri en hún hafa ákveðið að yfirgefa Reno þar sem hús þeirra hafa skaddast í jarðskjálftahrinunni.

Jarðfræðingar segjast ekki geta sagt nákvæmlega til um framhaldið þar ekki sé til staðar nægileg vitneskja um jarðsprungur á svæðinu og sögu þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×