Erlent

Eyddu hátt í 600 milljónum í vörur og þjónustu

Hún virðist allt annað en ódýr í rekstri, danska konungsfjölskyldan.
Hún virðist allt annað en ódýr í rekstri, danska konungsfjölskyldan. MYND/AP

Danska konungsfjölskyldan eyddi 38,8 milljónum danskra króna, jafnvirði um 580 milljóna íslenskra, í hvers kyns vörur og þjónustu á síðasta ári. Þetta kemur fram í Ekstra Bladet sem lagst hefur yfir ársskýrslu danska konungsembættsins.

 

Stærstan hluta þess fjár notuðu Margrét Danadrottning og maður hennar, Hinrik, eða um 440 milljónir króna en krónprinsparið Friðrik og María létu sér nægja 108 milljónir króna. Jókakim prins notaði hins vegar 33 milljónir í þjónustu og vörur á síðasta ári og fyrrverandi kona hans, Alexandra, sem heyrði aðeins undir konungsembættið fyrstu tvo mánuði síðasta árs, notaði 2,3 milljónir af fjármunum embættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×