Erlent

100 ára óvissu eytt

Hið fræga Oseberg skip fannst árið 1904
Hið fræga Oseberg skip fannst árið 1904

Norskar rannsóknir á beinum tveggja kvenna sem fundust í víkingaskipi fyrir meira en 100 árum hafa afsannað lífsseigar kenningar um að konunum hafi verið fórnað til þess að fylgja drottningu sinni í dauðann.

Viðbeinsbrot á annari konunni virðist hafa verið búið að gróa í nokkrar vikur áður en hún lést sem þýðir að hún hafi ekki verið tekin af lífi eins og lengi var talið.

Sú kenning hefur verið við lýði í Noregi síðan 1904 þegar langskipið Oseberg fannst við mikla athygli.

"Við höfum enga ástæðu til að ætla að ofbeldi hafi verið beitt," sagði Per Holck við Oslóarháskóla þegar hann kynnti niðurstöður sínar. Per hefur rannsakað bein þessara tveggja kvenna um nokkurt skeið. Þær eru taldar hafa látist um 834 og verið 80 ára og 50 ára.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×