Erlent

Tyrkir sprengja í Norður-Írak

Tyrkneskar herflugvélar vörpuðu sprengjum á valin skotmörk í norðurhluta Írak um klukkan hálf fimm í dag.

Tyrkneski herinn segir að skotmörkin séu búðir kúrdískra PKK skæruliða sem verið hafa í átökum við tyrkneska herinn undanfarið í fjallahéruðum á landamærum Tyrklands og Írak. Um átta herflugvélar voru notaðar í árásinni.

Átök Tyrkja og Kúrda hafa valdið töluverðum titringi og hafa stjórnvöld í Írak og í Bandaríkjunum varað áhrifum þeirra á svæðinu.

Ahmed Danees, talsmaður PKK, sagði Reuters í kvöld að enginn hafi særst í árásunum seinnipartinn í dag. Danees sagði að PKK hafi yfir herflugvélum að ráða en ákveðið hafi verið að beita þeim ekki í þetta skiptið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×