Erlent

Mótmæla komu Grants og Haims til Malasíu

Avram Grant er ekki í miklum metum hjá íslömskum samtökum í Malasíu fremur en aðrir Ísraelar.
Avram Grant er ekki í miklum metum hjá íslömskum samtökum í Malasíu fremur en aðrir Ísraelar. MYND/Getty Images

Yfir tuttugu samtök múslíma í Malasíu hyggjast efna til mótmæla í sumar þegar enska knattspyrnuliðið Chelsea heimsækir landið á æfingaferð fyrir næstkomandi leiktíð.

Ástæðan er sú að þjálfarinn Avram Grant og leikmaðurinn Tal Ben Haim eru Ísraelsmenn. Hóparnir eru mjög óánægðir með að þeim hafi verið heimilað að heimsækja Malasíu en Malasíubúar styðja mjög baráttu Palestínumanna fyrir eigin ríki. Þá er Malasískum ríkisborgurum bannað að heimsækja Ísrael.

Einn af leiðtogum íslösmsku samtakanna hvetur til þess að landsmenn sniðgangi leik sem Chelsea leikur í Kúala Lúmpúr þann 29. júlí. Þá verða samtökin með mótmæli fyrir utan leikvanginn fyrir leikinn eftir því sem breska ríkisútvarpið greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×