Erlent

Vinna við James Bond myndina stöðvuð vegna óhappa

Vinna við nýju James Bond myndina hefur verið stöðvuð eftir röð óhappa þar með talin eyðilegging Aston Martin bifreiðar. Aðstandendur myndarinnar telja að bölvun liggi yfir gerð hennar. Óhöppin náðu hámarki í vikunni er tveir áhættuleikarar lentu í alvarlegu slysi er verið var að taka upp bílaeltingarleik við Garda vatnið á Ítalíu. Annar þeirra liggur lífshættulega slasaður á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Verona.

Ekki er vitað hvenær vinna hefst að nýju við myndina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×