Bush reytti af sér brandarana á kvöldverði blaðamanna 27. apríl 2008 15:00 George Bush lét sér ekki nægja að segja brandara heldur stjórnaði lúðrasveit hersins á kvöldverðinum. Engum sögum fer af því hvort hann þótti standa sig betur en Borís Jeltsín, fyrrverandi Rússlandsforseti, í svipuðu uppátæki fyrir nokkrum árum. MYND/AP George Bush Bandaríkjaforseti reytti af sér brandara á árlegum hátíðarkvöldverði blaðmanna í Hvíta húsinu á kostnað hugsanlegra eftirmanna sinna. Þetta var í síðasta sinn sem Bush ávarpar samkomuna en löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti heiðri samkomuna ásamt fína og fræga fólkinu í Bandaríkjunum. Bush sagðist meðal annars hissa á því að John McCain, verðandi forsetaframbjóðandi repúblikana, og demókratarnir Hillary Clinton og Barack Obama væru á staðnum. Um McCain sagði Bush: ,,Hann hefur að líkindum viljað fjarlægjast mig," og vísaði þar til þess að Bush og McCain eru á öndverðum meiði í ýmsum málum. Hillary komst ekki inn vegna leyniskyttnanna Forsetinn skaut þó fastari skotum á demókratana tvo sem berjast nú um að verða forsetaefni. ,,Hillary Clinton komst ekki inn vegna leyniskyttnanna og Obama öldungardeildarþingmaður er í kirkju." Með því fyrrnefnda vísaði hann til þeirrar yfirlýsingar Clinton að hún hefði lent í árás leyniskyttna í heimsókn í Bosníu á tíunda áratugnum en sú fullyrðing reyndist ekki rétt. Með orðunum um Obama vísaði Bush til deilu sem staðið hefur um orð prests í söfnuði sem Obama tilheyrði, en repúblikanar hafa nýtt sér afdráttarlausar yfirlýsingar prestsins til árása á Obama. Cheney að pakka saman dýflissunum Bush mátti þó þola nokkrar háðsglósur sjálfur á kvöldverðinum frá Craig Ferguson, stjórnanda þáttarins The Late Late Show. Ferguson spurði Bush hvað hann hygðist taka sér fyrir hendur þegar forsetatíð hans lyki og lagði til að hann fyndi sér starf með fleiri frídögum. Bush hefur einmitt verið legið á hálsi fyrir að vera meira í fríi en forverar hans í embætti. Þá fékk Dick Cheney einnig sinn skammt frá Ferguson. Hann sagði Cheney þegar farinn að skipuleggja brottflutning sinn úr húsnæði varaforseta. ,,Það tekur lengri tíma en margur heldur að pakka saman heilli dýflissu," sagði Ferguson. Bush var ekki sá eini sem heiðraði blaðamenn með nærveru sinni því ekki ófrægari menn en rithöfundurinn Salman Rushdie og leikararnir Ben Affleck og Pamela Anderson voru einnig á staðnum. Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
George Bush Bandaríkjaforseti reytti af sér brandara á árlegum hátíðarkvöldverði blaðmanna í Hvíta húsinu á kostnað hugsanlegra eftirmanna sinna. Þetta var í síðasta sinn sem Bush ávarpar samkomuna en löng hefð er fyrir því að Bandaríkjaforseti heiðri samkomuna ásamt fína og fræga fólkinu í Bandaríkjunum. Bush sagðist meðal annars hissa á því að John McCain, verðandi forsetaframbjóðandi repúblikana, og demókratarnir Hillary Clinton og Barack Obama væru á staðnum. Um McCain sagði Bush: ,,Hann hefur að líkindum viljað fjarlægjast mig," og vísaði þar til þess að Bush og McCain eru á öndverðum meiði í ýmsum málum. Hillary komst ekki inn vegna leyniskyttnanna Forsetinn skaut þó fastari skotum á demókratana tvo sem berjast nú um að verða forsetaefni. ,,Hillary Clinton komst ekki inn vegna leyniskyttnanna og Obama öldungardeildarþingmaður er í kirkju." Með því fyrrnefnda vísaði hann til þeirrar yfirlýsingar Clinton að hún hefði lent í árás leyniskyttna í heimsókn í Bosníu á tíunda áratugnum en sú fullyrðing reyndist ekki rétt. Með orðunum um Obama vísaði Bush til deilu sem staðið hefur um orð prests í söfnuði sem Obama tilheyrði, en repúblikanar hafa nýtt sér afdráttarlausar yfirlýsingar prestsins til árása á Obama. Cheney að pakka saman dýflissunum Bush mátti þó þola nokkrar háðsglósur sjálfur á kvöldverðinum frá Craig Ferguson, stjórnanda þáttarins The Late Late Show. Ferguson spurði Bush hvað hann hygðist taka sér fyrir hendur þegar forsetatíð hans lyki og lagði til að hann fyndi sér starf með fleiri frídögum. Bush hefur einmitt verið legið á hálsi fyrir að vera meira í fríi en forverar hans í embætti. Þá fékk Dick Cheney einnig sinn skammt frá Ferguson. Hann sagði Cheney þegar farinn að skipuleggja brottflutning sinn úr húsnæði varaforseta. ,,Það tekur lengri tíma en margur heldur að pakka saman heilli dýflissu," sagði Ferguson. Bush var ekki sá eini sem heiðraði blaðamenn með nærveru sinni því ekki ófrægari menn en rithöfundurinn Salman Rushdie og leikararnir Ben Affleck og Pamela Anderson voru einnig á staðnum.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira