Erlent

Sómalskir sjóræningjar sleppa föngum sínum

Sómalskir sjóræningjar sem haldið hafa baskneskum túnfisksveiðimönnum í gíslingu í rúma viku hafa sleppt föngum sínum. Túnfiskbáturinn Playa de Bakio er nú á leið á alþjóðlegt hafsvæði eftir því sem ráðherra í spænsku ríkisstjórninni segir.

Ráðherrann segir að samið hafi verið um lausn mannana en vildi ekki tjá sig um hvort lausnargjald hafi verið greitt fyrir þá.

Hafnarstarfsmaður í Sómalíu sagði hins vegar við fréttamann Reuters að ræningjunum hafi verið afhentar um 80 milljónir íslenskra króna fyrr í dag.

Þungvopnaðir sjóræningjar rændu skipinu þegar það var statt um 250 mílur úti fyrir ströndum Sómalíu en á þeim slóðum eru sjórán tíð. Á síðasta ári var um 25 skipum rænt á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×