Erlent

Alvarleg átök eftir fótboltaleik í Kaupmannahöfn

Til alvarlegra óeirða kom eftir deildarleik í Parken í Kaupmannahöfn í gærkvöldi er um 100 stuðningsmenn liðsins FCK réðust að lögreglumönnum og grýttu þá með öllu lauslegu sem þeir fundu. Talið er að upphafilega hafi þessir stuðningsmenn ætlað að ráðast að aðdáendum liðsins AGF eftir leikinn á móti FCK. Lögreglan var mun fámennari en boltabullurnar en fékk þá fljótlega liðsauka og náði undirtökunum í átökunum með notkun piparúða og hunda.

Þrír voru handteknir af lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×