Erlent

Slösuðust eftir að hraðlest ók á kindahóp

Frá vettvangi slyssins í dag.
Frá vettvangi slyssins í dag. MYND/AP

Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar þýsk hraðlest fór út af sporinu eftir að hafa ekið á kindahóp í dag.

Slysið átti sér stað nærri bænum Fulda milli Hamborgar og München og var lestin á leið í gegnum göng þegar hún hafnaði á fjárhópnum. Alls voru 135 manns í lestinni þegar slysið varð og var hún á 200 kílómetra hraða.

Um tuttugu kindur drápust við áreksturinn. Lögregla rannsakar nú hvernig kindurnar komust upp á lestarteinana og inn í göngin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×