Erlent

Tæplega 70 fórust í lestarslysi í Kína

Að minnsta kosti 66 manns fórust og 247 eru slasaðir eftir lestarslys í Kína.

Lest á leið frá Bejing til Shandong héraðs ók fram á aðra lest við borgina Zibo seint í gærkvöldi. Tíu vagnar fóru af sporinu við áreksturinn og eldur kom upp í nokkrum þeirra.

Af þeim sem slösuðust eru rúmlega 50 í lífshættu. Mannleg mistök eru sögð orsök slyssins en það hefur sett allar lestarferðir úr skorðum á svæðinu.

Um er að ræða annað alvarlegt lestarslys í héraðinu á þessu ári því 18 fórust í janúar er lest var ekið inn í hóp af verkamönnum sem unnu að viðhaldi á lestarsporunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×