Erlent

Hákarl banar manni í Kalíforníu

Strandlengjunni hefur verið lokað á nokkura kílómetra svæði í Kalíforníu í kjölfar þess að hákarl banaði 66 ára gömlum manni. Hákarla árásir eru mjög sjaldgæfar á þessu svæði en hákarlinn réðst á manninnn þegar hann var að synda í sjónum norður af borginni San Diego.

David Martin, sem var dýralæknir á eftirlaunum, var að æfa sig fyrir þríþrautarmót og var um 130 metra frá ströndinni þegar hákarlinn lét til skarar skríða. Hann beit Martin í báða fætur en synti síðan á brott. Strandverðir fluttu hann til strandar en lést skömmu síðar. Tekin hefur verið ákvörðun um að loka baðströndum á 17 kíómetra löngu svæði að minnsta kosti fram yfir helgi því menn óttast aðra árás hákarlsins.

Talið er að um hvítháf hafi verið að ræða. Mjög sjaldgæft er að hákarlar ráðist á fólk í Kalíforníu og er Martin ellefta fórnarlambið frá árinu 1950.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×